Þurrkun matvæla
Forseti á fund með ýmsum fulltrúum sjávarklasa, fiskvinnslufyrirtækja og verkfræðistofa um hagnýtingu íslenskrar reynslu, tækni og þekkingar á sviði þurrkunar sjávarfangs en hún gæti gagnast við þurrkun ýmissa annarra matvæla víða um heim. Á undanförnum árum hafa ýmsar alþjóðastofnanir eins og FAO, IRENA og UNDP haft vaxandi áhuga á að þessi íslenska þekking sé nýtt í öðrum heimshlutum.