Norðurslóðir á alþjóðlegu orkuþingi
Forseti flytur upphafsávarp á málstofu um framtíð Norðurslóða sem haldin er á alþjóðlega orkuþinginu CERAWeek í Houston og tekur þátt í pallborðsumræðum með m.a. James Bellingham, stjórnanda Center for Marine Robotics við Woods Hole hafrannsóknarstofnunina og Elizabeth Sherwood-Randall Deputy Secretary of Energy í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Þá situr forseti fyrir svörum á sérstökum kynningarfundi um Norðurslóðir sem haldinn var á vegum CERAWeek en ýmsir vísindamenn og fulltrúar rannsóknarstofnana sátu þann fund. Myndir.