Veftré Print page English

Sjálfbærni og hrein orka


Forseti flytur inngang í upphafi málstofu um sjálfbærni og nýtingu hreinnar orku sem haldin er á alþjóðlega orkuþinginu CERAWeek í Houston. Á málstofunni var fjallað um aukið vægi sjálfbærni í mótun orkustefnu og hagkerfi borga og ríkja sem og fjölþætt tækifæri í nýtingu hreinnar orku sem tækniþróun síðustu ára hefur skapað. Í málstofunni tóku þátt Jason Bordoff stjórnandi Center on Global Energy Policy við Columbia háskóla í Bandaríkjunum, Eric Spiegel forstjóri Siemens í Bandaríkjunum og John Knight einn af aðalstjórnendum Statoil. Mynd.