Alþjóðlega orkuþingið CERAWeek
Forseti sækir alþjóðlega orkuþingið CERAWeek sem haldið er í Houston í Texas. Þingið er skipulagt af IHS Energy og er sótt af 2800 stjórnendum orkufyrirtækja, sérfræðingum og forystumannum ríkja og alþjóðastofnana. Þingið var á sínum tíma stofnað af hugveitu Daniels Yergin sem þekktur er víða um heim fyrir rannsóknir sínar og ritstörf á sviði orkumála. Hann hlaut á sínum tíma Pulitzer verðlaunin og nýjasta bók hans The Quest er talin grundvallarrit um samspil orku-, öryggis- og loftslagsmála. Forseti mun taka þátt í málstofu um Norðurslóðir og annarri um sjálfbærni sem og eiga fundi með ýmsum þátttakendum í þinginu. Vefsíða þingsins.