Veftré Print page English

Stjórnendur alþjóðlega orkuþingsins CERAWeek


Forseti á fund í Houston með stjórnendum alþjóðlega orkuþingsins CeraWeek, Daniel Yergin, James Rosenfield og Kate Hardin. Þingið sækja um 2800 stjórnendur orkufyrirtækja, sérfræðingar og forystumenn ríkja og alþjóðastofnana en það hefur á undanförnum árum þróast í að verða ein helsta samkoma orkuiðnaðarins í veröldinni. Forseti mun taka þátt í málstofum og fundum á þinginu, einkum varðandi aukið mikilvægi Norðurslóða. Á fundinum í dag var rætt um samvinnu IHS þekkingarfyrirtækisins sem myndar kjarnann í stjórnun og skipulagningu CERAWeek og Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle. Mynd.