Veftré Print page English

Ísland og Frakkland: samstarf um jarðhita


Forseti á fund með Ségolène Royal, orku- og umhverfisráðherra Frakklands þar sem rætt var um aukið samstarf milli landanna á sviði jarðhitanýtingar, bæði í Frakklandi og í öðrum heimshlutum, einkum í Afríku. Sérstök áhersla var lögð mikilvægi hitaveitna í þróun borga á komandi áratugum og þá fjölþættu atvinnustarfsemi, bæði í ylrækt og fiskeldi, sem byggja má á jarðhita. Þá ítrekaði Ségolène Royal áform um að beita sér fyrir sérstakri kynningu á jarðhita í tengslum við loftslagssamningana sem fram fara í París í desember. Fundinn sátu einnig Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og sendiherrar Íslands í Frakklandi og Frakklands á Íslandi. Myndir.