Veftré Print page English

Samvinna Íslands og Frakklands um jarðhitanýtingu


Forseti flytur setningarræðu á ráðstefnu sem Fransk-íslenska viðskiptaráðið heldur í París. Ráðstefnan, sem haldin er í höfuðstöðvum Viðskiptaráðs Parísar (CCIP), fjallar um samstarf landanna á sviði jarðhitanýtingar en vaxandi áhugi er í Frakklandi á þeim þætti orkumála. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar og fulltrúar franskra og íslenskra fyrirtækja. Á ráðstefnunni fluttu Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Laurent Fabius utanríkisráðherra Frakklands einnig ræður og fulltrúar íslenskra og franskra jarðvarmafyrirtækja tóku þátt í pallborðsumræðum. Myndir.