Veftré Print page English

Kennedy skólinn við Harvard


Forseti á fund með prófessorum og nemendum Kennedy skólans við Harvard, John F. Kennedy School of Government, þar sem rætt var um þróun Norðurslóða og rannsóknir á því sviði sem og tækifærin sem Hringborð Norðurslóða, Arctic Circle, veitir háskólanemendum, kennurum og vísindamönnum en Kennedy skólinn tók þátt í þingi Arctic Circle í Reykjavík sem haldið var í fyrra. Á fundinum kom fram ríkur áhugi nemenda og kennara að halda því samstarfi áfram á næstu árum. Fundinn sátu einnig rektor Háskólans í Reykjavík, Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Arctic Circle og Mead Treadwell fyrrum vararíkisstjóri Alaska sem á sínum tíma var einn af stofnendum Arctic Circle.