Formennska Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu
Forseti á fund með David Balton, sendiherra og aðstoðarráðherra í málefnum hafsins og sjávarútvegs í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, en hann mun stýra samstarfsfundum fulltrúa Norðurskautsríkjanna í væntanlegri formannstíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu. Sendiherrann hafði áður flutt ítarlega ræðu á ráðstefnu Fletcher skólans þar sem hann gerði grein fyrir helstu áherslum og mikilvægustu stefnuþáttum í væntanlegri formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu.