Veftré Print page English

Vísindi og formennska Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu


Forseti á fund með dr. John Holdren, stjórnanda vísinda- og tækniskrifstofu forseta Bandaríkjanna (White House Office of Science and Technology), sem nýlega var skipaður formaður sérstakrar samhæfingarnefndar í málefnum Norðurslóða innan bandaríska stjórnkerfisins. Rætt var um þátt vísinda og rannsókna í þróun Norðurslóða og mikilvægi þróunarsamstarfs á því sviði í væntanlegri formannstíð Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu. Einnig var rætt um hvernig kynna má stefnu og áherslur Bandaríkjanna í málefnum Norðurskautsráðsins á væntanlegu þingi Hringborðs Norðurslóða í Reykjavík í október. Mynd.