Veftré Print page English

Heimkomuhátíð. Nýsköpun á Vestfjörðum


Forseti flytur ávarp í upphafi heimkomuhátíðar sem haldin er í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði. Á heimkomuhátíðinni kynnir fjöldi nýsköpunarfyrirtækja verkefni sín og framleiðslu og fluttir eru margir örfyrirlestrar um ýmiss konar nýsköpunarstarfsemi sem fram fer í byggðarlögunum. Í ávarpi fagnaði forseti þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum árum með því að fjöldi nýsköpunarfyrirtækja nýta sér nálægð við sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar og byggja starfsemi sína á sögu, menningu, náttúru og samfélagi Vestfjarða.