Veftré Print page English

Sendiherra Bandaríkjanna


Sendiherra BandaríkjannaForseti á fund með nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Robert C. Barber, þar sem rætt var um samstarf landanna á ýmsum sviðum og tækifæri til að efla það í framtíðinni. Einkum var fjallað um reynslu Íslendinga á sviði jarðhita og hvernig hægt er að nýta hana í Bandaríkjunum, ekki síst til húshitunar. Þá var og fjallað um margvíslegt samstarf bandarískra háskóla og rannsóknarstofnana við íslenska vísindasamfélagið. Þá eru Norðurslóðir vaxandi þáttur í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna enda taka Bandaríkin innan tíðar við formennsku í Norðurskautsráðinu og þátttakendur frá Bandríkjunum hafa verið fjölmenn sveit á Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Stofnun Hringborðsins á sínum tíma var meðal annars árangur af samstarfi bandarískra og íslenskra aðila.