Veftré Print page English

Þörungaræktun


Forseti heimsækir nýsköpunarfyrirtækið Alice sem vinnur að ræktun þörunga með nýjum aðferðum þar sem kostir jarðhita og koltvísýringur frá borholum eru notaðir til að ná fram hagkvæmni í hugsanlegri stórræktun þörunga. Framleiðslan yrði síðan m.a. nýtt í fæðubótarefni og snyrtivörur. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjárfesta á Norðurlöndum en hinir íslensku stofnendur fyrirtækisins komu fyrir nokkrum árum á fót fyrirtæki sem sérhæfði sig í litlum jarðvarmavirkjunum og nokkrar slíkar hafa verið reistar í Kenía í framhaldi af því. Bæði verkefnin hafa verið unnin af íslenskum sérfræðingum og fyrrum kennurum við Háskóla Íslands. Myndir.