Veftré Print page English

Viðtal Le Monde


Forseti ræðir við Marie Charrel, blaðakonu frá franska dagblaðinu Le Monde, um endurreisn íslensks efnahagslífs í kjölfar fjármálakreppunnar, fjölþætta nýtingu jarðhita og mikilvægi hreinnar orku fyrir íslenskt efnahagslíf. Einnig var rætt um breytingar á Norðurslóðum og áhrif þeirra á stöðu Íslands en Frakkland hefur sýnt sérstakan áhuga á málefnum Norðurslóða frá því Sarkozy, þáverandi Frakklandsforseti, skipaði Michel Rocard, fv. forsætisráðherra, sérstakan sendimann Frakklands í málefnum heimskautanna.