Veftré Print page English

Kína. Umhverfisvæn orka


Forseti tekur á móti sendinefnd frá CECEP, ríkisstofnun í Kína sem ætlað er að bæta nýtingu grænnar orku og verndun umhverfis. Sendinefndin hefur heimsótt Ísland til að kynna sér árangur í nýtingu jarðhita og margvíslegar leiðir til að efla umhverfisvæna orku í orkubúskap þjóða. Rætt var um árangurinn í jarðhitasamvinnu Íslands og Kína og hvernig nýta má jarðhita til ylræktar og fiskeldis sem og til að þurrka matvæli og þannig stuðla að fullnýtingu þeirra.