Skipulag Garðabæjar og Álftaness
Forseti á fund með forráðamönnum skipulagsstjórnar og umhverfismála í Garðabæ í tilefni af því að unnið er að nýju aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið. Rætt var um stöðu Bessastaða, forsetasetrið og náttúrufar og fuglalíf á Bessastaðanesi sem og vaxandi áhuga erlendra ferðamanna og almennings á að heimsækja staðinn og skynja sögu hans og náttúru.