Veftré Print page English

Samvinna Háskólans á Akureyri og Western Kentucky háskólans


Forseti á fund með rektorum Háskólans á Akureyri og Western Kentucky háskólans í Bandaríkjunum og öðrum forystumönnum háskólanna um samvinnu þeirra en sendinefnd Western Kentucky háskólans hefur í heimsókn sinni til Íslands unnið að mótun verkefnaskrár fyrir þessa samvinnu. Stefnt er að samskiptum nemenda, kennara og vísindamanna við báðar stofnanir, m.a. með tilliti til rannsókna á Norðurslóðum, loftslagsbreytingum, breytingum á náttúrunni, heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og á fleiri sviðum. Samvinnan gæti líka tengst smærri ríkjum í Karíbahafi og þróun Golfstraumsins en Western Kentucky háskólinn hefur komið á fót slíkri samvinnu við samfélögin í Karíbahafi.