Veftré Print page English

Aldarafmæli vélstjórnarmenntunar


Forseti flytur ávarp í upphafi Skrúfudagsins en í ár er þess minnst að öld er liðin frá upphafi vélstjórnarmenntunar á Íslandi en athöfnin fór fram í Véltækniskólanum. Í ávarpinu áréttaði forseti framlag vélstjóra til uppbyggingar atvinnulífs, útgerðar, vöruflutninga, rafvæðingar og iðnaðar en það hefði gert Íslandi kleift að þróast frá fátæku samfélagi fyrri tíðar í velmegun nútímans. Að athöfninni lokinni skoðaði forseti kennsluaðstöðu í ýmsum greinum vélstjóranáms og skipstjórnar- og siglinganáms.