Sendiherra Nígeríu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Nígeríu, Bolere Elizabeth Ketebu, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust tengsl landanna á sviði viðskipta með sjávarafurðir, einkum þurrkað sjávarfang, en fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa í áratugi nýtt hausa og hryggi sem áður var hent, þurrkað þá og sent til Nígeríu þar sem þessar afurðir eru seldar á útimörkuðum af konum og öðrum smásölum. Þá var einnig fjallað um það hjálparstarf sem íslenskir framleiðendur hafa eflt í Nígeríu í baráttu gegn blindu. Á fundinum var einnig rætt um aukna samvinnu ríkja í Afríku, eflingu Afríkusambandsins og markvissar aðgerðir í þágu lýðræðis og í baráttu gegn hryðjuverkahópum og skæruliðum.