Veftré Print page English

Sendiherra Síles


Forseti á fund með nýjum sendiherra Síles, José Miguel Cruz, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun lýðræðis og markaðskerfis í Suður-Ameríku og þann stöðugleika sem náðst hefur í álfunni á undanförnum áratugum, áhuga Síles á að læra af reynslu Íslendinga á sviði sjávarútvegs og jarðhita og á að nýta tækni og aðferðir sem hér hafa gefist vel. Þá var einnig fjallað um kynningu á menningu og listum í Síle og öðrum löndum Suður-Ameríku á hinum ýmsu listahátíðum sem haldnar eru á Íslandi. 

 

sile2015