Veftré Print page English

Sjálfstæðishátíð Litháens


Forseti flytur ræðu á hátíðarfundi litháenska þingsins í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið fékk sjálfstæði. Auk þingmanna og ríkisstjórnar Litháens voru m.a. viðstaddir þeir sem samþykktu sjálfstæðisyfirlýsingu þingsins á sínum tíma. Að lokinni athöfn í þinghúsinu fór fram fánahylling á torginu fyrir utan þar sem fánar Eystrasaltsríkjanna þriggja, Litháens, Lettlands og Eistlands, voru dregnir að húni á sérstökum viðhafnarfánastöngum sem þar hafa verið reistar. Ræða forseta. Myndir.