Viðræður við forseta Litháens
Forseti á fund með forseta Litháens Dalia Grybauskaite í upphafi opinberrar heimsóknar til Litháens þar sem rætt var um viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Litháens, aðild landsins að NATO, stöðu mála í Úkraínu og Evrópu og aukin samskipti milli Íslands og Litháens á sviði menningar og viðskipta. Að loknum viðræðufundi forsetanna hófst fundur með sendinefnd Íslands og sátu hann m.a. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands gagnvart Litháen.