Veftré Print page English

Háskólinn á Akureyri


Forseti á fund með rektor Háskólans á Akureyri Eyjólfi Guðmundssyni um þróun skólans og verkefni á næstu árum, samstarf íslenskra háskóla, mikilvægi Norðurslóða fyrir íslenskt vísindasamfélag og rannsóknarstofnanir, en fjölmargir erlendir háskólar hafa áhuga á samstarfi við Íslendinga á þeim vettvangi. Þá var einnig fjallað um möguleika íslenskra háskóla til að byggja upp saman alþjóðlegan orkuskóla þar sem reynsla Íslendinga á sviði nýtingar vatnsafls og jarðhita, orkuframkvæmda og náttúruverndar eru lögð til grundvallar.