Sendiherra Gíneu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Gíneu, Paul Goa Zoumanigui, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála í landinu sem og vaxandi samvinnu Íslendinga við ríki í Afríku til að efla nýtingu jarðhita og sjálfbæra og tæknivædda nýtingu sjávarauðlinda. Þá gæti Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna einnig gegnt mikilvægu hlutverki við að þjálfa sérfræðinga frá Gíneu á sviði sjávarútvegs.