Veftré Print page English

Sendiherra Grikklands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Grikklands á Íslandi, Ekaterini Loupas, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trausta vináttu landanna, opinberar heimsóknir forseta Íslands til Grikklands og Grikklandsforseta til Íslands fyrir nokkrum árum sem og vinarhug Íslendinga gagnvart Grikkjum á tímum efnahagslegra erfiðleika. Þá var einnig ítarlega fjallað um hvernig Íslendingar glímdu við afleiðingar bankahrunsins, hvernig beitt var öðrum aðgerðum en hefðbundið hafði verið í glímu við fjármálakreppur, reynt að hlífa hinum verst settu og dreifa byrðunum, sem og að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Fjölmargir aðilar á Íslandi, bæði frá fræðasamfélagi, stjórnsýslu og úr þjóðmálum og viðskiptalífi, væru eflaust reiðubúnir til að deila þessari reynslu með Grikkjum ef að gagni mætti koma nú þegar þeir standa frammi fyrir djúpstæðum erfiðleikum. 

grikkland2015