Veftré Print page English

Sendiherra Ómans


Forseti á fund með nýjum sendiherra Ómans á Íslandi, Khalid S. Baomar, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um áhuga Ómans á að nýta tækni og kunnáttu Íslendinga á sviði jarðhita og kynnast skipulagi sjávarútvegs og hvernig Íslendingar hafa aukið verðmæti afla með fullvinnslu og margvíslegri hátækni. Þá var einnig rætt um stöðu mála í Miðausturlöndum, samskipti einstakra ríkja og nauðsyn þess að koma á varanlegum friði.

 

oman2015