Veftré Print page English

Himalajajöklar


Forseti á fund með David Breashears sem farið hefur margar ferðir á Everest og myndað bráðnun Himalajajökla í mörg ár. Fjallað var um nauðsyn þess að efla alþjóðlega samvinnu á Himalajasvæðinu og vekja athygli umheimsins á því hvernig bráðnun jökla endurspeglar hraðar loftslagsbreytingar. David Breashears hefur ásamt samstarfsmönnum sínum og samtökunum GlacierWorks gert einstakt myndefni af þessari þróun á svæðinu. Fundinn sátu einnig Tómas Guðbjartsson læknir, fulltrúi Félags íslenskra fjallalækna, og Dagfinnur Sveinbjörnsson sem stýrt hefur samstarfsverkefni á Himalajasvæðinu.