Nýsköpunarverðlaun námsmanna
Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fimm verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár: 1. Aukin verðmæti úr vinnslu á karfa – Rannsókn á efnasamsetningu og lífvirkni slíms úr karfaaugum; unnið af Friðrik Þór Bjarnasyni. 2. Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á öldrunarheimilum Akureyrar; unnið af Maríu Guðnadóttur. 3. Íslenskir þjóðstígar: stefnumótun og gönguleiðir á Íslandi unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni. 4. Íslenskuþorpið; leið til þátttöku í samskiptum á íslensku, unnin af Edvardas Paskevicius. 5. Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda; unnið af Benedikt Alta Jónssyni.