Veftré Print page English

Nýsköpunarverðlaun námsmanna


Markmið verðlaunanna er að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fimm verkefni eru tilnefnd til verðlaunanna í ár: 1. Aukin verðmæti úr vinnslu á karfa – Rannsókn á efnasamsetningu og lífvirkni slíms úr karfaaugum; unnið af Friðrik Þór Bjarnasyni. 2. Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á öldrunarheimilum Akureyrar; unnið af Maríu Guðnadóttur. 3. Íslenskir þjóðstígar: stefnumótun og gönguleiðir á Íslandi unnið af Gísla Rafni Guðmundssyni. 4. Íslenskuþorpið; leið til þátttöku í samskiptum á íslensku, unnin af Edvardas Paskevicius. 5. Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda; unnið af Benedikt Alta Jónssyni.