Veftré Print page English

Málþing um viðskipti og menningu


Forseti flytur ávarp við upphaf málþings um viðskipti og menningu sem haldið er í salarkynnum Viðskiptaráðs Barcelona við lok heimsóknar forseta til Barcelona. Í ávarpinu fjallaði forseti um djúpar rætur viðskipta með íslenskan saltfisk og þá hollustu sem spænskir viðskiptaaðilar og almenningur hafa sýnt þessari íslensku framleiðslu. Tengsl landanna væru um þessar mundir efld með sívaxandi fjölda íslenskra bóka sem þýddar eru á spænsku og vaxandi áhuga spænskra ferðamanna á að heimsækja Ísland. Á málþinginu fjallaði Kristinn R. Ólafsson um stöðu saltfisksins í íslensku þjóðlífi og Enrique Bernández prófessor og þýðandi ræddi um samhengið í íslenskum bókmenntum frá Snorra Sturlusyni til höfunda samtímans. Þá kynntu Sigurgeir Guðlaugsson forstjóri Zymetech og Guðmundur Sigurjónsson forstjóri Kerecis lyf og heilsuvörur sem unnar eru úr fiskroði og fiskúrgangi. Inga Hlín Pálsdóttir kynnti ferðamannalandið Ísland og málþinginu stjórnaði Iðunn Jónsdóttir prófessor við IESE háskólann í Barcelona. Friðrik Steinn Kristjánsson formaður Spænsk-íslenska verslunarráðsins flutti ávarp við upphaf málþingsins. Mynd.