Borgarstjóri Barcelona
Forseti á fund með Xavier Trias borgarstjóra Barcelona þar sem einkum var rætt um stöðu borgarinnar, vaxandi áhuga almennings í Katalóníu á aukinni sjálfstjórn og efnahagslegt framlag Barcelona og Katalóníu til fjárlaga landstjórnarinnar á Spáni. Borgarstjórinn taldi að framundan væru örlagaríkir tímar í þessum efnum og mikilvægt væri að finna leiðir sem breið samstaða yrði um. Þá heimsótti forseti hinn sögufræga lýðræðissal borgarinnar þar sem forystumenn hennar komu saman á fyrri öldum og skrifaði í gestabók borgarstjórnar. Myndir.