Fyrirlestur við IESE háskólann
Forseti flytur fyrirlestur við hinn kunna IESE viðskiptaháskóla í Barcelona. Fyrirlesturinn fjallaði um þá lærdóma sem draga má af glímu Íslendinga við fjármálakreppuna, togstreituna milli lýðræðis og markaða í efnahagslífi Evrópu sem og alþjóðlegt samhengi þeirra erfiðleika sem Íslendingar glímdu við. Að fyrirlestrinum loknum svaraði forsetinn fjölmörgum spurningum. Myndir.