Utanríkisráðuneyti Bútans
Forseti á fund með embættismönnum utanríkisráðuneytis Bútans þar sem rætt var um afar góðan árangur samráðsþingsins í Bútan um Himalajasvæðið og eindreginn vilja stjórnvalda í landinu til að taka áfram virkan þátt í þróun samstarfsins. Einnig var fjallað um samstarf Íslands og Bútans á ýmsum sviðum, m.a. í nýtingu jarðhita og skipulagningu ferðaþjónustu. Heimamenn höfðu ríkan áhuga á því að ungir vísindamenn frá Bútan gætu hlotið þjálfun í jöklafræði á Íslandi og sótt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Ennfremur að Bútan gæti kynnt sér reynslu Íslendinga sem smárrar þjóðar við að byggja upp utanríkisþjónustu og virk tengsl við ríki víða um heim.