Veftré Print page English

Ferðaþjónusta á Íslandi og í Bútan


Forseti á fund með ferðamálastjóra Bútans og öðrum stjórnendum ferðamálaráðs landsins. Rætt var um þá lærdóma sem draga má af uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi á síðustu áratugum, einkum síðustu árum. Bæði löndin búa við vaxandi áhuga ferðamanna á náttúru, óbyggðum, landslagi fjalla og jökla og menningu þjóðanna. Stjórnendur ferðamálaráðs Bútans hafa áhuga á samstarfi við aðila í íslenskri ferðaþjónustu og vilja læra af reynslu Íslendinga. Fundinn sat einnig fulltrúi WWF, World Wildlife Fund.