Lokaávarp á samráðsþingi um Himalajasvæðið
Forseti flytur lokaávarp á samráðsþingi um Himalajasvæðið, sem haldið er í Bútan, og lýsir ánægju með þann árangur sem náðst hefur á þinginu. Á grundvelli hugmynda og tillagna sem sérfræðingar, vísindamenn og aðrir fulltrúar á þinginu hefðu lagt fram yrði unnið að mótun næstu áfanga í þessu samstarfi. Forseti sat að því loknu kvöldverðarboð sem forsætisráðherra Bútans hélt þátttakendum í þinginu. Þar lýsti forsætisráðherrann mikilli ánægju með árangur þingsins. Ýmsir ráðherrar í ríkisstjórn Bútans og forystumenn umhverfissamtaka landsins sátu einnig kvöldverðinn.