Veftré Print page English

Forsætisráðherra Bútans


Forseti á fund með forsætisráðherra Bútans, Tshering Tobgay, í tengslum við samráðsþing um loftslagsbreytingar á Himlajasvæðinu sem haldið er í höfuðborg Bútans. Rætt var m.a. um að þróa frekar samvinnu á Himalajasvæðinu og nýta í því sambandi reynslu ríkjanna á Norðurslóðum. Þá lýsti forsætisráðherrann einnig áhuga á því að kanna hvernig reynsla Íslendinga á sviði jarðhita, einkum með tilliti til lághitasvæða, ylræktar og fiskeldis gæti stutt efnahagslíf og byggðaþróun í Bútan. Þá gæti einnig verið gagnlegt að bera saman reynslu Bútans og Íslands í ferðaþjónustu og hvernig varðveita megi best umhverfi og viðkvæma náttúru þrátt fyrir sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Forsætisráðherrann lýsti áhuga á því að heimsækja Ísland til að kynna sér þessa þætti nánar.