Norðurslóðir og rannsóknarsamstarf á Himalajasvæðinu
Forseti tekur þátt í vinnufundi vísindamanna sem haldinn er í höfuðborg Bútans í tengslum við samráðsþing um loftslagsbreytingar á Himalajasvæðinu. Vísindamennirnir vinna að undirbúningi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi, mannlíf og efnhagsþróun þjóðanna á Himalajasvæðinu. Skýrslurnar sem unnar voru í formannstíð Íslands í Norðurskautsráðinu um loftslagsbreytingar og samfélagsþróun á Norðurslóðum eru ásamt öðru vísindasamstarfi á vegum Norðurskautsráðsins á ýmsan hátt fyrirmynd þessa verkefnis sem stýrt er af rannsóknarstofnuninni ICIMOD sem aðsetur hefur í Nepal.