Veftré Print page English

Nýsveinahátíð


Forseti afhendir verðlaun og flytur ávarp á Nýsveinahátíð sem Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík heldur í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Einnig afhendir forseti Össuri Kristinssyni viðurkenningu sem heiðursiðnaðarmaður ársins. Í ávarpi áréttaði forseti framlag iðnarmanna til uppbyggingar íslensk þjóðfélags, þróunar menningar og mannlífs. Þau verk sem staðist hafa tímans tönn, byggingar og handverk, eru á margvíslegan hátt framlag iðnaðarmanna. Í ljósi breyttrar þjóðfélagshátta kæmi vel til skoðunar að leggja niður þá orðanotkun að tala um bóknám annars vegar og verknám hins vegar; fara í stað þess að beina athyglinni að fjölþættu námi sem á sérhverju sviði væri í senn bóklegt og verklegt.