Veftré Print page English

Akureyri. Miðstöð Norðurslóða


Forseti á fund með bæjarstjóra Akureyrar, bæjarfulltrúum, rektor Háskólans á Akureyri og öðrum fulltrúum háskólans sem og fulltrúum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Arctic Services, Norðurslóðanetsins og annarrar starfsemi sem tengist Norðurslóðum á Akureyri. Rætt var um þau þáttaskil sem orðið hafa á nýliðnum árum þegar fjöldi ríkja í Asíu og Evrópu beinir athygli sinni að Norðurslóðum og samvinna Norðurskautsríkjanna hefur eflst á margvíslegan hátt. Baráttan gegn loftslagsbreytingum hefur einnig varpað nýju ljósi á mikilvægi Norðurslóða. Í ávarpi sínu lagði forseti áherslu á þá sérstöðu sem Akureyri hefði öðlast á sviði Norðurslóðamálefna. Hin fjölþætta starfsemi sem þar færi fram fæli í reynd í sér að Akureyri væri orðin eins konar miðstöð Norðurslóðamálefna og æ fleiri víða að úr veröldinni hefðu áhuga á að tengjast starfseminni sem þar færi fram.