Veftré Print page English

Sendiherra Bandaríkjanna


Forseti á fund með nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um langvarandi og traust samband ríkjanna, söguleg tengsl allt frá miðöldum og landnám Íslendinga í Vesturheimi á 19. öld sem og margvísleg samskipti á sviði viðskipta og varnarsamstarfs á síðari hluta 20. aldar. Þá var einnig fjallað um þær breytingar sem felast í auknu mikilvægi Norðurslóða, væntanlega formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu og hugmyndir um björgunarmiðstöð á Íslandi sem reist yrði á grundvelli þess samkomulags sem gert var innan Norðurskautsráðsins fyrir nokkrum árum. Mikilvægt væri einnig að treysta tengsl við einstök ríki í Bandaríkjunum eins og Alaska og Maine sem hafa átt í auknu samstarfi við Ísland og efla kynningu á kostum jarðhita í Bandaríkjunum, einkum til húshitunar. Mynd.