Veftré Print page English

Jarðhitasamvinna í Abu Dhabi


Forseti á fund með fulltrúum Reykjavik Geothermal og stjórnvalda í Abu Dhabi um möguleika á nýtingu lághitasvæða í Abu Dhabi og annars staðar í Mið-Austurlöndum til loftkælingar. Stórum hluta orku í þessum heimshluta er varið til loftkælingar, bæði í borgum og smærri bæjum. Með nýtingu jarðhita í þessu skyni væri í senn verið að knýja loftkælingu með hreinni orku og stuðla að hagkvæmari nýtingu annarra orkulinda. Reykjavik Geothermal boraði fyrir nokkrum árum tvær tilraunaholur á Masdar svæðinu í Abu Dhabi.