Umferðarsáttmáli
Forseti afhendir nýjum ökumönnum fyrstu einktökin af umferðarsáttmála sem þau hafa undirritað. Sáttmálinn er ávöxtur samstarfs fjölmargra aðila um bætta umferðarmenningu og er áformað að fólk undirriti hann um leið og það fær ökuskírteini í hendur. Í ávarpi minnti forseti á þann fórnarkostnað sem samfara væri þeim þægindum og hagræði sem ökutæki skapa. Árlega lætur ákveðinn fjöldi Íslendinga lífið í umferðarslysum og enn fleiri glíma við alvarleg meiðsli um lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt sé að fækka slysum í umferðinni. Minnti forseti í því sambandi á þann mikla árangur sem náðst hefur í öryggismálum sjómanna á undanförnum áratugum en áður fyrr drukknuðu iðulega nokkrir tugir sjómanna við Íslands strendur.