Veftré Print page English

Samstarf við Bandaríkin


Forseti á fund með Geir H. Haarde, verðandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, um samstarf landanna á fjölmörgum sviðum og um aukið mikilvægi Norðurslóða en Bandaríkin taka við formennsku í Norðurskautsráðinu á þessu ári. Einnig var fjallað um samstarf á sviði orkumála og hlutdeild ýmissa bandarískra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem og aukinn áhuga á gerð bandarískra kvikmynda á Íslandi.