Veftré Print page English

Norsk útgáfa Flateyjarbókar


Forseti tekur á móti fyrsta bindi af Flateyjarbók í nýrri norskri þýðingu. Alls verður útgáfan sjö bindi og eru þau ríkulega myndskreytt. Forseti ritaði formála að verkinu og það gerðu einnig Haraldur Noregskonungur og Margrét Danadrottning. Bindið afhentu feðgarnir Torgrim og Bård Titlestad en fyrirtæki þeirra Saga Bok er útgefandi verksins. Að lokinni afhendingu verksins var rætt um útgáfur á íslenskum fornritum í Noregi en nýlega komu Íslendingasögurnar í heildarútgáfu einnig út á norsku. Formáli forseta.