Norðurslóðir: Kína og Norðurlönd
Forseti á fund með Michael Goodsite prófessor og Rasmus Gjedssø Bertelsen um þróun samstarfs á Norðurslóðum, tengsl vísindastofnana við rannsóknarstarf í Kína sem og tækifæri til að efla samstarf á þessum vettvangi. Prófessor Michael Goodsite er stjórnandi Nordic Center of Excellence og sérstaks verkefnis um samvinnu Norðurlanda og Kína í Stokkhólmi. Rasmus Gjedssø Bertelsen hefur lengi sinnt málefnum Norðurslóða og kennir nú við háskólann í Tromsö.