90 ára afmæli Rauða krossins
Forseti sækir afmælisfagnað Rauða krossins sem haldinn er í tilefni þess að 90 áru eru liðin frá því að deild Rauða krossins var stofnuð á Íslandi. Í ávarpi þakkaði forseti samtökunum fyrir hönd íslensku þjóðarinnar störfin á undanförnum áratugum, hjálparstarf og aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur sem og í að efla vitund um mannúð og alþjóðlegt hjálparstarf. Rauði krossinn hefur verið öflugasti fulltrúi Íslands á hamfarasvæðum vítt og breitt um veröldina og í aðstoð við flóttamenn og þá sem glíma við skæðar farsóttir. Jafnframt hefur Rauði krossinn með öflugu sjálfboðaliðastarfi treyst samstöðu Íslendinga, bæði þjóðarinnar í heild sem og einstakra byggðarlaga.