Kosningaréttur kvenna
Forseti á fund með Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, fyrrum forseta Alþingis, um hátíðarhöld og viðburði sem fram fara á næsta ári í tilefni þess að þá verða hundrað ár frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. Sérstök nefnd vinnur að undirbúningi hátíðarhaldanna og er Ásta Ragnheiður starfsmaður hennar. Einnig eru fjölmörg samtök og aðilar víða um land að skipuleggja málþing, sýningar, samkomur og aðra atburði í tilefni þessara tímamóta.