Veftré Print page English

Sýningar í Þjóðarbókhlöðu


Forseti opnar tvær sýningar sem haldnar eru í Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá opnun Þjóðarbókhlöðunnar. Önnur sýningin er helguð teikningum Tryggva Magnússonar af íslenska skjaldarmerkinu og þakkaði forseti Guðmundi Oddi Magnússyni, prófessor við Listaháskólann, fyrir rannsóknarstarf hans í sögu skjaldarmerkisins. Jafnframt hvatti forseti til þess að á 75 ára afmæli lýðveldisins yrði gefið út öndvegisrit um skjaldarmerkið, teikningarnar og aðdraganda merkisins sem fylgt hefur lýðveldinu frá stofnun þess. Hin sýningin er um aðdragandann að byggingu Þjóðarbókhlöðunnar fyrir 20 árum.