Veftré Print page English

Hátíð brautskráðra doktora


Forseti flytur ávarp á hátíð brautskráðra doktora sem haldin er í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Á þessu ári hafa 79 nemendur lokið doktorsprófi frá skólanum. Í ávarpi lýsti forseti þeim mikla árangri sem háskólinn hefði náð með þróun doktorsnáms á svo mörgum sviðum. Þátttaka andmælenda frá fjölmörgum virtum, erlendum háskólum sýndi þann sess sem skólinn hefði náð í alþjóðlegu fræðasamfélagi. Mikilvægt væri að þjóðin viðurkenndi það sem vel væri gert en ágreiningur og deilur á hverri tíð byrgðu ekki sýn. Þessi athöfn sýndi á ríkulegan hátt hvað Íslendingar gætu gert vel.