Aðgengi að lífinu. Verðlaun til grunnskóla
Forseti afhendir nemendum úr Njarðvíkurskóla, Víkurskóla og Grunnskólanum á Hólmavík verðlaun fyrir verkefni þeirra í átakinu Aðgengi að lífinu sem MND félagið efndi til með stuðningi SEM samtakanna. Samtökin efndu til kynningar í fjölmörgum grunnskólum í öllum landshlutum til að vekja athygli á nauðsyn þess að bæta aðgengi fatlaðra, einkum fólks í hjólastólum, að opinberum stofnunum, samkomuhúsum, verslunum og öðru húsnæði. Verðlaunaathöfnin fór fram í húsi Orkuveitu Reykjavíkur og voru einnig sýnd myndbönd sem nemendur verðlaunaskólanna höfðu unnið um verkefni sín.