Samræður við stúdenta í alþjóðamálum
Forseti á samræðufund með stúdentum við Cornell háskóla í Bandaríkjunum sem stunda nám og rannsóknir á ýmsum sviðum alþjóðamála. Einkum var rætt um þróun mála á Norðurslóðum, lærdómana sem draga má af glímu Íslendinga við fjármálakreppuna, áhrif kalda stríðsins á íslensk þjóðmál og breytingar á alþjóðamálum í upphafi 21. aldar. Samstarf Íslands við ýmsar þjóðir í Asíu væri dæmi um þær breytingar sem orðið hefðu á undanförnum árum; lítil þjóð í Evrópu gæti átt árangursríkt samstarf við ýmsar af forystuþjóðum Asíu. Mynd.